Björgvin G.: Styður frumvarp um kosningabandalög

Björgvin G. Sigurðsson
Björgvin G. Sigurðsson

Björg­vin G. Sig­urðsson, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, tek­ur und­ir frum­varp Krist­ins H. Gunn­ars­son­ar, þing­manns, um breyt­ing­ar á kosn­inga­lög­um.  Krist­inn legg­ur til að flokk­ar geti myndað banda­lög með sjálf­stæðum list­um en öll at­kvæði þeirra yrðu tal­in sam­an sem um einn flokk væri að ræða. „Þetta mál styð ég heils hug­ar og tel að geti orðið til þess að mynda fyr­ir hverj­ar kosn­ing­ar skýra val­kosti um stjórn­ar­mynd­un," að því er seg­ir í pistli Björg­vins á press­an.is.

„Nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag er af­leitt. Flokk­ar segja eitt og gera annað. Höfuðfjend­ur ganga til sam­starfs sem á sér litla raun­veru­lega lífs­von og kjós­end­ur hafa óskýra mynd af því hvað þeir raun­veru­lega eru að kjósa yfir sig.

Krist­inn H. er ein­sog ég mik­ill áhugamaður um sam­ein­ingu og sam­starf fé­lags­hyggju­flokk­ana allra vinstra meg­in við miðju ís­lenskra stjórn­mála. Um þá framtíðar­sýn okk­ar um frek­ari samruna fé­lags­hyggju­flokk­anna ræðum við oft og reyn­um að rýna í framtíðina.

Sjálf­ur hóf ég þátt­töku í stjórn­mál­um vegna ákafra skoðana minna á sam­ein­ingu vinstri flokk­anna. Hún gekk eft­ir að hluta til eft­ir en lengra þarf að ná. Ég tel að sam­ein­ing/​banda­lag Sam­fylk­ing­ar, Fram­sókn­ar, Frjáls­lyndra og Vinstri grænna sé það sem koma skal. Að því eig­um við að stefna. Kosn­inga­banda­lagi allra flokka frá miðju og til vinstri. Banda­lagi sem síðar gæti orðið að ein­um stór­um fé­lags­hyggju­flokki.

Meg­in­málið er samt að ná fé­lags­hyggju­fólki sam­an í eitt banda­lag. Við höf­um átt all­ar okk­ar stærstu stund­ir sam­einuð í hreyf­ing­um; Reykja­vík­urlist­an­um og Röskvu," skrif­ar Björg­vin.

Hann tel­ur þó litl­ar lík­ur á slíku banda­lagi fyr­ir vorið. „Þó maður viti svo sem aldrei. En að þessu eig­um við að stefna og vinna hörðum hönd­um í stað þess að grafa okk­ur dýpra ofan í skot­graf­irn­ar sem er helsta von íhalds og hægri manna á því að kom­ast aft­ur til valda og taka til óspilltra mál­anna við að byggja upp skýja­borg­ir frjáls­hyggju og ójafn­væg­is.

Hefj­um okk­ur upp fyr­ir ætt­bálka­deil­ur stjórn­mála­flokk­ana og sam­ein­umst í eina hreyf­ingu sem sam­an eig­um að vera. Frum­varp Krist­ins vin­ar míns er gott inn­legg í þá bar­áttu. Hver veit nema draum­ur­inn ræt­ist um að hinar ýmsu kvísl­ar frjáls­lynd­is og fé­lags­hyggju renni í eina straumþunga á inn­an fárra miss­era." Pist­ill Björg­vins G. Sig­urðsson­ar í heild

mbl.is