Ásbjörn sigraði

Ásbjörn Óttarsson.
Ásbjörn Óttarsson.

Ásbjörn Ótt­ars­son, for­seti bæj­ar­stjórn­ar Snæ­fells­bæj­ar, hafði bet­ur í bar­áttu við Ein­ar Kr. Guðfinns­son alþing­is­mann og fyrr­ver­andi ráðherra í slagn­um um efsta sæti á lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi fyr­ir Alþing­is­kosn­ing­arn­ar í vor. Taln­ingu í próf­kjöri lauk rétt í þessu. Keppn­in var hníf­jöfn; Ásbjörn fékk 7 at­kvæðum meira en Ein­ar.

Ásbjörn er 46 ára gam­all, upp­al­inn á Hell­is­sandi og bú­sett­ur á Rifi. Hann hef­ur starfað við sjó­mennsku og út­gerð og rak fisk­verk­un á Rifi um nokk­urra ára skeið. Hann rek­ur út­gerðarfyr­ir­tækið Nesver ehf. ásamt Mar­gréti G. Scheving, eig­in­konu sinni.

Ásbjörn hef­ur setið lengi í bæj­ar­stjórn Snæ­fells­bæj­ar fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn og verið odd­viti sjálf­stæðismanna í sveit­ar­fé­lag­inu og for­seti bæj­ar­stjórn­ar frá 1998.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina