Einar Kristinn í efsta sæti

Einar Kristinn Guðfinnsson er í efsta sæti, samkvæmt fyrstu tölum.
Einar Kristinn Guðfinnsson er í efsta sæti, samkvæmt fyrstu tölum.

Ein­ar Krist­inn Guðfinns­son alþing­ismaður er í efsta sæti í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi þegar fyrstu töl­ur hafa verið gefn­ar út. Tal­in hafa verið um 27% at­kvæða. Bergþór Ólason er í öðru sæti og Þórður Guðjóns­son í því þriðja. Mjótt er á mun­um og get­ur röðin breyst.

Tæp­lega fjög­ur þúsund flokks­menn voru á kjör­skrá og greiddu um 2700 manns at­kvæði. 

Búið að telja 800 at­kvæði, 27%, í spenn­andi taln­ingu sem hófst í morg­un í Hót­el Borg­ar­nesi. Staðan sam­kvæmt þeim er þannig, en að ekki hafa verið gefn­ar út upp­lýs­ing­ar um at­kvæðafjölda á bak við hvern fram­bjóðanda:

1. Ein­ar Krist­inn Guðfinns­son, alþing­ismaður, Bol­ung­ar­vík.

2. Bergþór Ólason, Akra­nesi.

3. Þórður Guðjóns­son, Akra­nesi.

4. Ásbjörn Ótt­ars­son, Snæ­fells­bæ.

5. Birna Lár­us­dótt­ir, Ísaf­irði.

6. Karvel Karvels­son, Borg­ar­f­irði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina