Bjarni Ben: Við viljum vera fyrir utan ESB

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson mbl.is / Ómar

Bjarni Bene­dikts­son alþing­ismaður sem hef­ur lýst yfir fram­boði til for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins sagði í umræðum um álykt­un um Evr­ópu­mál á lands­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins að Sam­fylk­ing­in hefði ein­angrað sig í Evr­ópu­mál­um.  

Bjarni sagði að aðeins einn flokk­ur á Ísland hefði aðild á dag­skrá, það væri Sam­fylk­ing­in og hún hefði ein­angrað sig í Evr­ópu­mál­um.

„Fyrr eða síðar er það lýðræðis­legt að þjóðin fái að segja sína skoðun í mál­inu,“ sagði Bjarni. Þá kæmi til skoðunar hvort að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hefði frum­kvæði að því að þjóðar­at­kvæðagreiðsla færi fram um þetta mál­efni eða ekki.

Hann sagðist í meg­in­at­riðum hlynnt­ur þeirri álykt­un um Evr­ópu­mál sem lögð hefði verið fyr­ir lands­fund­inn. „Við vilj­um vera fyr­ir utan (Evr­ópu­sam­bands­ins), okk­ar hags­muna­mat leiðir til þeirr­ar niður­stöðu,“ sagði Bjarni.

Mik­il­vægt að hug­leiða stöðu fyr­ir­tækj­anna
Tóm­as Már Sig­urðsson, for­stjóri Alcoa á Íslandi, lagði áherslu á að lands­fund­ar­gest­ir hug­leiddu þá stöðu sem væri kom­in upp og vísaði til átaka um tvö verðmæt­ustu fyr­ir­tæk­in sem skráð eru í Kaup­höll Íslands, Össur og Mar­el. Þau væru senni­lega á leið úr landi. Hann var þar að vísa til þeirra starfs­skil­yrða sem slík fyr­ir­tæki hefðu við nú­ver­andi aðstæður.

Flest­ir þeirra sem tekið hafa til máls til þessa segj­ast and­víg­ir aðild. Nokkr­ir fund­ar­manna hafa sagt að álykt­un­in sé óskýr og þörf sé á skýrri af­stöðu. Ragn­heiður Rík­h­arðsdótt­ir sagðist vona að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sýndi umb­urðarlyndi gagn­vart ólík­um skoðunum með því að samþykkja þá álykt­un sem lægi fyr­ir.

Álykt­un­in fel­ur í sér að fram fari þjóðar­at­kvæðagreiðsla um hvort hefja beri viðræður við Evr­ópu­sam­bandið. Er lagt til að for­ystu flokks­ins verði falið að leita sam­komu­lags á Alþingi um að slík þjóðar­at­kvæðagreiðsla fari fram á næsta kjör­tíma­bili.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina