Hugsa þarf heilbrigðismál upp á nýtt

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði um aukna
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði um aukna "útvistun" í heilbrgðis- og menntamálum. mbl.is/ Árni Sæberg

Í þeim lið álykt­un­ar lands­fund­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins um end­ur­reisn at­vinnu­lífs­ins er varðar at­vinnu­líf og föl­skyld­ur seg­ir að reikna megi með því að tak­markað fjár­magn renni til heil­brigðis- og mennta­mál á næstu árum.   

Auk­inn einka­rekst­ur í heil­brigðis- og mennta­mál­um
Í álykt­un­inni, sem samþykkt var með mikl­um meiri­hluta at­kvæða á fund­in­um í dag, seg­ir að brjót­ast þurfi úr viðjum van­ans og hugsa heil­brigðismál upp á nýtt til að skapa meiri verðmæti fyr­ir minna fé. Lagt er til að verk­efn­um og þjón­ustu verði út­vistað og þannig verði hægt að byggja upp fyr­ir­tæki með sér­stök­um tæki­fær­um. Ekki má skilja þenn­an lið álykt­un­ar­inn­ar öðru­vísi en svo að þarna sé flokk­ur­inn að leggja aukna áherslu á einka­rekst­ur í heil­brigðis- og mennta­mál­um.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn vill jafn­framt að varn­ir vegna ákv­arðana um hærri vexti verði aukn­ar og fast­eigna­fé­lög efld til að nýt­ast fólki sem miss­ir íbúðir sín­ar til að leigja þær tíma­bundið og eign­ast á ný þegar aðstæður leyfa. Þá vill flokk­ur­inn að sér­stak­ar ráðstaf­an­ir verði gerðar í sam­vinnu við sveit­ar­fé­lög, aðila vinnu­markaðar­ins, frjáls fé­lög og aðra áhuga­hópa um að virkja at­vinnu­lausa til aðgerða eða verk­efna í eig­in þágu.

Höfuðstóls­lækk­un lána
Þá vill flokk­ur­inn að bank­arn­ir beiti gagn­sæj­um og fag­leg­um aðgerðum til lausn­ar greiðslu­vanda án taf­ar. Úrræði verði í boði fyr­ir þá sem eiga í erfiðleik­um með að standa í skil­um með lán. Hugað verði að höfuðstóls­lækk­un lána og greiðsluaðlög­un  til að mæta þeim for­sendu­bresti sem orðið hef­ur. Lang­tíma­sjón­ar­miðið er verður ávallt að gera fólki kleift að búa í eig­in hús­næði.

mbl.is