Vilja stöðva hvalveiðar á næsta ári

Hvalur á athafnasvæðinu í Hvalfirði.
Hvalur á athafnasvæðinu í Hvalfirði. mbl.is/ÞÖK

Íslensk stjórn­völd munu reyna að koma í veg fyr­ir at­vinnu­veiðar á hvöl­um á næsta ári og stefna að því að aft­ur­kalla ákvörðun fyrri rík­is­stjórn­ar um út­hlut­un veiðikvóta næstu fimm ár. Þetta hef­ur Bloom­berg frétta­stof­an eft­ir Stein­grími J. Sig­fús­syni, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra.
 
„Ég ótt­ast, að hval­veiðar af þessu um­fangi geti verið mjög áhættu­sam­ar þegar heild­ar­hags­mun­ir Íslands eru metn­ir," sagði Stein­grím­ur í viðtal­inu.

Ein­ar K. Guðfinns­son, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, gaf út reglu­gerð skömmu fyr­ir stjórn­ar­skipt­in, þar sem heim­ilaðar voru veiðar á langreyðum og hrefnu í næstu fimm ár í sam­ræmi við veiðiráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar. Sam­kvæmt því verða leyfðar veiðar á 150 langreyðum og 100 hrefn­um í ár.

„Þetta var ekki mjög lýðræðis­leg ákvörðun, sem hann tók á síðustu klukku­stund­un­um í embætti," sagði Stein­grím­ur. „Ég vona, að um­heim­ur­inn sýni okk­ur skiln­ing og geri sér grein fyr­ir því, að við sát­um uppi með ákvörðun fyrri rík­is­stjórn­ar og gát­um ekki aft­ur­kallað hana á grund­velli mik­il­vægra raka, að minnsta kosti ekki fyr­ir árið 2009.   En það þýðir ekki að hægt sé að koma fram með mik­il­væg rök," bætti hann við.

Sam­fylk­ing­in og Vinstri­hreyf­ing­in - grænt fram­boð, starfa nú sam­an í minni­hluta­stjórn en skoðanakann­an­ir sýna, að flokk­arn­ir tveir kunni að ná meiri­hluta í alþing­is­kosn­ing­un­um 25. apríl. Stein­grím­ur seg­ir, að rík­is­stjórn­in muni hafa sterk­ari stöðu eft­ir kosn­ing­arn­ar til að aft­ur­kalla reglu­gerðina.

„Ég styð heils­hug­ar rétt lít­illa sam­fé­laga til að stunda hefðbundn­ar strand­veiðar í smá­um stíl á sjálf­bær­an hátt. En iðnaðar­veiðar í at­vinnu­skyni eru allt ann­ar hand­legg­ur."

Viðtal Bloom­berg við Stein­grím J.

mbl.is