„Kvótakerfið er krabbamein sjávarútvegsins“

Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins.
Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins. mbl.is / Heiddi

Guðmund­ur Hall­dórs­son frá Bol­ung­ar­vík, fyrr­ver­andi formaður Eld­ing­ar, fé­lags smá­báta­eig­enda á Vest­fjörðum, gagn­rýndi til­vist kvóta­kerf­is­ins harðlega er hann ávarpaði lands­fund Sjálf­stæðis­flokks­ins rétt í þessu í umræðum um sjáv­ar­út­vegs­mál. Hann sagði að sjálf­stæðis­menn hefðu kok­g­leypt við hug­mynd­um krata um kvóta­kerfi á sín­um tíma. „Köld eru krataráð,“ sagði Guðmund­ur. Hann sagði að kvóta­kerf­inu væri að blæða út. Flest út­gerðarfyr­ir­tæk­in væru ofur skuld­sett.

„Kvóta­kerfið er krabba­mein sjáv­ar­út­vegs­ins. Krabba­meinið er komið á það stig að það er ólækn­andi, burt með meinið, burt með kvóta­kerfið,“ sagði hann.

„Eigna­ból­an var mynduð með kvóta. Þetta var enn eitt undrið, að hækka verð á kvóta og búa til eigna­bólu,“ sagði Viðar Helgi Guðjohnsen. Aðrir lands­fund­ar­full­trú­ar slógu hug­mynd­ir Guðmund­ar út af borðinu.

Ein­ar Sig­urðsson sagði að verið væri að gera lítið úr starfi starfs­hópa lands­fund­ar með því að bera upp efn­is­leg­ar til­lög­ur til breyt­inga á lands­fundi í stað þess að taka slag­inn í nefnd­un­um.

Gísli Hall­dórs­son gaf lítið fyr­ir orð Ein­ars og sagði að feg­urð lands­fund­ar fæl­ist ein­mitt í því að taka mál upp á fund­in­um sjálf­um þó þau hefðu verið drep­in í nefnd.

Drög að álykt­un­um lands­fund­ar um sjáv­ar­út­vegs­mál.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina