„Þurfum að opna flokkinn betur fyrir konum og ungu fólki“

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll. mbl.is/Heiddi

Andri Ótt­ars­son fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæðis­flokks­ins ávarpaði lands­fund Sjálf­stæðis­flokks­ins á til­finn­inga­leg­um nót­um þegar hann rifjaði upp þegar Geir H. Haar­de, formaður, hefði hringt í sig og boðið sér fram­kvæmda­stjóra­starfið. Hon­um hefði runnið kalt milli skinns og hör­unds við til­hugs­un­ina að taka við af Kjart­ani Gunn­ars­syni. Hann sagðist vera meiri maður eft­ir að hafa unnið með og kynnst frá­far­andi for­manni, Geir H. Haar­de og þakkaði hon­um fyr­ir sam­starfið.

„Við höfum reynt að opna Valhöll og reynt að gera innra starf flokksins aðgengilegt fyrir alla flokksmenn,“ sagði Andri. Öllum flokksmönnum var gefinn kostur á að koma með sínar athugasemdir og skoðanir.

Andri fjallaði um kynn­ing­ar­mál Sjálf­stæðis­flokks­ins og sagði að flokk­ur­inn hefði ákveðið að end­ur­vekja Flokks­frétt­ir og að blaðinu yrði dreift til trúnaðarmanna flokks­ins. Hann fjallaði einnig um þær breyt­ing­ar sem hefðu orðið í áherslu flokks­ins al­mennt í kynn­ing­ar­mál­um, eins og nýbreytni í kynn­ingu á net­inu og þess hátt­ar.

Sjón­ar­mið ólíkra hópa

Andri sagði að það væri gríðarlega mik­il­vægt að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn end­ur­speglaði sjón­ar­mið ólíkra hópa og að ung­ir sem aldn­ir væru þátt­tak­end­ur í flokks­starf­inu.

„Við þurf­um að opna flokk­inn bet­ur fyr­ir kon­um og ungu fólki,“ sagði Andri. Hann sagði mik­il­vægt að tryggja stöðu kvenna í for­ystu Sjálf­stæðis­flokks­ins á hverj­um tíma. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn nýt­ur minnk­andi fylg­is meðal ungra kjós­enda. „Þetta er slæm þróun því hug­sjón­ir ungs fólks eiga mikla sam­leið með sjálf­stæðis­stefn­unni,“ sagði Andri. „Við verðum að treysta unga fólk­inu og taka til­lit til sjón­ar­miða þeirra. Sú goðsögn að póli­tískt starf er á und­an­haldi á ekki við rök að styðjast.“

Hringt í Val­höll eft­ir banka­hrunið

„Það kastaði skugga á próf­kjörið (í Reykja­vík innsk. blaðam.) að nafn­laus­ar dylgj­ur birt­ust um fram­bjóðend­ur á in­ter­net­inu. Það er afar brýnt að við bregðumst við slík­um orðrómi með skýr­um hætti,“ sagði Andri. Hann sagði að eng­inn kæri sig um að kosn­inga­bar­átt­ur í flokkn­um fari að ein­kenn­ast af rógi og dylgj­um.

Andri sagði að starfs­menn Val­hall­ar hefðu unnið gríðarlega óeig­ingjarnt starf við að svara sím­töl­um frá fólki í mik­illi geðshrær­ingu eft­ir banka­hrunið. Hann vék jafn­framt að sterkri fjár­hags­stöðu flokks­ins. „Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn stend­ur best að vígi í sam­an­b­urði við aðra flokka og er minnst skuld­um vaf­inn,“ sagði Andri.  Hann sagði að styrkt­ar­manna­kerfi flokks­ins væri birt­ing­ar­mynd þess sem flokk­ur­inn stæði fyr­ir. Best væri fyr­ir flokk­inn að vera sinn eig­in herra og sjálf­um sér næg­ur.

Hægt er að fylgj­ast með beinni út­send­ingu frá lands­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins á mbl.is. með því að smella á tengil í kosn­ing­ar­enn­ingi neðarlega á forsíðu mbl.is.

Andri Óttarsson
Andri Ótt­ars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina