Telja Íslandi skylt að bera tillögur undir vísindanefnd

.
.

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands telja, að Íslandi sé skylt að leggja til­lög­ur um hval­veiðikvóta fyr­ir vís­inda­nefnd Alþjóðahval­veiðiráðsins áður en þeir eru gefn­ir út.

Þetta kem­ur fram í bréfi, sem sam­tök­in hafa sent Stein­grími J. Sig­fús­syni, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, í dag. 

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­in segja í bréf­inu, að haldi Ísland því fram að hér­lend stjórn­völd geti veitt leyfi til hval­veiða beri Íslandi vissu­lega að hlíta öðrum regl­um sem ráðið hef­ur sett og Ísland hafi enga fyr­ir­vara gert við.

Ásta Ein­ars­dótt­ir, lögmaður sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins, sagði hins veg­ar við mbl.is í dag, að ís­lensk­um stjórn­völd­um sé ekki skylt að bera ákvörðun um hval­veiðileyfi í at­vinnu­skyni und­ir vís­inda­nefnd Alþjóðahval­veiðiráðsins. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina