Ekki tveir turnar heldur þrír

„Fólk vill heiðarleg, opinská og hreinskiptin stjórnmál,“ segir Steingrímur J. …
„Fólk vill heiðarleg, opinská og hreinskiptin stjórnmál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Ómar

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, formaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs, seg­ir að skoðanakann­an­ir und­an­far­inna vikna sýni að flokk­ur­inn hafi fest sig í sessi sem stórt stjórn­mála­afl á landsvísu. Vinstri græn­ir mæl­ast nú með 26% fylgi á landsvísu, sem er 1,7 pró­sentu­stigi minna en í síðustu könn­un Capacent.

„Þetta er auðvitað gjör­breytt lands­lag sem hef­ur verið að birt­ast okk­ur und­an­farn­ar vik­ur og mánuði. Ein­hvern tím­ann hefði það þótt saga til næsta bæj­ar að það væru ekki tveir turn­ar held­ur þrír í ís­lensk­um stjórn­mál­um og að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn væri minnst­ur,“ seg­ir Stein­grím­ur.

Stein­grím­ur seg­ir að veik­b­urða til­raun­ir and­stæðinga Vinstri grænna til að kynda und­ir gam­aldags hræðslu­áróður um skatta­stefnu flokks­ins hafi ekki gengið eft­ir. „Fólk vill heiðarleg, op­in­ská og hrein­skipt­in stjórn­mál. Ég held að það sé bor­in virðing fyr­ir því að við segj­um það skýrt fyr­ir kosn­ing­ar hvað við telj­um að gera þurfi að lokn­um kosn­ing­um. Okk­ar til­lög­ur í skatta­mál­um sem og öðrum eru mjög hófstillt­ar og ábyrg­ar. Það hef­ur verið reynt að snúa út úr þeim, en það hef­ur greini­lega mistek­ist,“ seg­ir Stein­grím­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina