Hvalveiðar hafa ekki skaðað

Hvalveiðiskip gangsett í Reykjavíkurhöfn
Hvalveiðiskip gangsett í Reykjavíkurhöfn

Reynsla síðustu ára hef­ur verið sú að þrátt fyr­ir fjölda­send­ing­ar mót­mæla­bréfa vegna hval­veiðar Íslend­inga hef­ur verið aukn­ing í afurðasölu ís­lenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja og sömu­leiðis í fjölda ferðamanna til lands­ins. Sama hef­ur mátt segja um aukn­ar vin­sæld­ir hvala­skoðunar hér við land á sama tíma.

Þetta kem­ur fram í svari Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, á Alþingi við fyr­ir­spurn Marðar Árna­son­ar, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.    

Mörður spurði hvernig ráðherra meti þau viðbrögð, sem fram hafi komið eft­ir ákvörðun um end­urupp­töku hval­veiða, ann­ars veg­ar frá full­trú­um fisk­selj­enda á mörkuðum er­lend­is og hins veg­ar af op­in­berri hálfu. 

Í svar­inu seg­ir, að ráðherra hafi lýst yfir áhyggj­um sín­um af því hvaða áhrif hval­veiðar kunni að hafa og hafi því verið fylgst vel með viðbrögðum við þeim er­lend­is og hér á landi. Íslensk stjórn­völd hafi tekið all­ar at­huga­semd­ir við hval­veiðar Íslend­inga al­var­lega og sent þeim sem mót­mælt hafa svör og skýr­ing­ar. Nú sé unnið í sam­starfi við for­sæt­is­ráðuneyti og ut­an­rík­is­ráðuneyti að því að svara sér­stak­lega þeim er­lendu viðskipta­vin­um, sem hafa lýst áhyggj­um af hval­veiðum.

Þá kem­ur fram, að  eng­in sér­stök áróðurs­her­ferð sé ráðgerð til að kynna málstað Íslend­inga varðandi hval­veiðar og litlu sé kostað til en sendiskrif­stof­ur ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins séu nýtt­ar til verks­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina