VG menn þáðu ekki styrki

Eng­inn þingmaður Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs né aðrir sem tóku þátt í próf­kjör­um hlutu styrki til að kosta próf­kjörs­bar­áttu fyr­ir Alþinigs­kosn­ing­ar árið 2007, skv. yf­ir­lýs­ingu sem fjöl­miðlafull­trúi flokks­ins sendi frá sér í kvöld.

Í yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir:

„Eng­inn þingmaður VG né aðrir sem tóku þátt í próf­kjör­inu hlutu styrki til að kosta próf­kjörs­bar­átt­una enda stríðir það gegn regl­um flokks­ins. Eini útlagði kostnaður þeirra sem háðu próf­kjörið var vegna heimasíðuupp­setn­ing­ar, köku­bakst­urs og fleira í þeim dúr þannig að um óveru­leg­ar fjár­hæðir er að ræða. 

Ein­stak­ling­um í próf­kjöri fyr­ir VG er ekki heim­ilt að aug­lýsa út á við og próf­kjörið er háð inn­an flokks­ins. Kynn­ing á fram­bjóðend­um fór fram á sam­eig­in­leg­um fund­um og í sam­eig­in­leg­um bæk­ling­um sem var gef­inn út af flokkn­um.

Í frétt­inni var sagt fá því að eng­inn þingmaður sem svaraði spurn­ing­um frétta­kon­unn­ar, Telmu Tóm­as­son, hefði svarað því hvort hann hafi þegið styrk hærri en hálfa millj­ón fyr­ir próf­kjörið. Það á því ekki við í til­felli þing­manna VG.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina