Guðlaugur staðfestir styrkina

Frambjóðendur flokkanna á borgarafundinum á Nasa.
Frambjóðendur flokkanna á borgarafundinum á Nasa. mbl.is/Árni Sæberg

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son alþing­ismaður staðfesti í kjör­dæmaþætti í Rík­is­sjón­varp­inu, sem var að hefjast á veit­ingastaðnum Nasa í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður, að hann hefði þegið 2 millj­ón­ir króna í styrk frá bæði Baugi Group og FL Group vegna próf­kjörs fyr­ir næst síðustu alþing­is­kosn­ing­ar, eins og DV greindi frá í dag.

„Miðað við það um­hverfi sem var þá þóttu þetta ekki háar upp­hæðir,“ sagði Guðlaug­ur í þætt­in­um.

Guðlaug­ur Þór sagði próf­kjör hafi viðgeng­ist frá 1971 og fram­bjóðend­ur hafi alla tíð sótt sér styrki. Sá sem ætli að fara í próf­kjör þurfi að sækja styrki frá fyr­ir­tækj­um. Hann seg­ir að 40 aðilar hafi styrkt sig í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík árið 2006. Rétt sé að Baug­ur Group og FL Group hafi styrkt sig í próf­kjör­inu og há­marks­styrk­ur hjá þess­um fyr­ir­tækj­um hafi verið 2 millj­ón­ir.

Þegar Guðlaug­ur var spurður hvort eðli­legt væri að þiggja svona háa styrki frá ná­tengd­um aðilum, sagði hann að þetta hefðu ekki verið háar fjár­hæðir í því um­hverfi, sem þá var. Aðal­atriðið sé, að styrk­irn­ir komi frá mörg­um aðilum. „Ég hef farið eft­ir öll­um þeim regl­um, sem um próf­kjör fjalla, og það eru leiðbein­ing­ar frá skatta­yf­ir­völd­um," sagði Guðlaug­ur Þór.

Hann lýsti því yfir, að hann hefði aldrei hyglað einu eða neinu fyr­ir­tæki og myndi ekki gera það í nútíð eða framtíð.

Össur Skarp­héðins­son, ut­an­rík­is­ráðherra og fram­bjóðandi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagðist vera þeirr­ar skoðunar, að kostnaður vegna próf­kjara hefði farið úr bönd­un­um. Það væri einnig skoðun lög­gjaf­ans sem hefði sett lög um styrki til stjórn­mála­flokka og stjórn­mála­manna í lok árs­ins 2006.

Össur sagðist vera til í það með öðrum þing­mönn­um að leggja öll spil varðandi próf­kjörs­kostnað á borðið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina