Margt ágætt en ósammála um tvö mál

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Árni Sæberg

 „Það er margt ágætt í þessu plaggi og fyr­ir okk­ur í Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins er sér­stök ástæða til þess að fagna mikl­um sam­starfs­vilja við okk­ur,“ sagði Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóri SA, við frétta­vef Morg­un­blaðsins eft­ir að hann las stjórn­arsátt­mála nýrr­ar rík­is­stjórn­ar.

Um tvennt er SA þó ekki sam­mála nýju stjórn­inni; áform um eign­ar­halds­fé­lag á veg­um rík­is­ins og fyrn­ing­ar­leiðina í sjáv­ar­út­vegs­mál­um.

Vil­hjálm­ur sagði þó að við fyrstu sýn virt­ist, í stjórn­arsátt­mál­an­um, dregið  úr mik­il­vægi eign­ar­halds­fé­lags á veg­um rík­is­ins miðað við það sem áður hefði komið fram og flokk­arn­ir nálguðust það sjón­ar­mið sem SA hefði haldið áfram; að bank­arn­ir yrðu í lyk­il­hlut­verki í upp­bygg­ingu at­vinnu­lífs­ins og stofnuðu á sín­um veg­um eign­ar­halds­fé­lög sem héldu utan um þau fyr­ir­tæki sem lentu hjá bönk­un­um.

Fram­kvæmda­stjóri SA áréttaði að margt væri gott í plagg­inu og sam­tök­in vildu að sjálf­sögðu gjarn­an vinna með þess­ari rík­is­stjórn eins og öðrum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina