Engin sátt í hvalveiðiráðinu

Japönsk hrefnuveiðiskip.
Japönsk hrefnuveiðiskip. Reuters

Til­raun­ir til að ná sátt­um í Alþjóðahval­veiðiráðinu milli hval­veiðiþjóða og and­stæðinga hval­veiða virðast hafa farið út um þúfur. Seg­ir breska rík­is­út­varpið BBC, að eng­ar lík­ur séu á því, að slíkt sam­komu­lag ná­ist á fundi hval­veiðiráðsins á Madeira í júní.

Viðræður hafa staðið yfir frá því á árs­fundi ráðsins í fyrra en BBC seg­ist nú hafa séð upp­kast að skýrslu um viðræðurn­ar þar sem komi fram, að þær hafi ekki skilað ár­angri. 

Frétta­stof­an hef­ur eft­ir heim­ild­ar­mönn­um, að ástæðan sé sú að Jap­an­ar hafi ekki viljað draga eins mikið úr vís­inda­veiðum sín­um í Suður­höf­um og kraf­ist var. 

Lagt hafði verið til, að Jap­an­ar drægju úr Suður­hafa­veiðunum smátt og smátt á næstu árum gegn því að þeir fengju smá­vægi­leg­an strand­veiðikvóta. En heim­ild­armaður BBC seg­ir, að á fundi í San Francisco í Banda­ríkj­un­um í apríl hafi Jap­an­ar boðist til að minnka hrefnu­kvót­ann í Suður­höf­um í 650 dýr, eða 29 færri en veidd voru á síðustu vertíð. Þetta hafi verið drop­inn sem fyllti mæl­inn.

mbl.is