Hrefnuveiðar að hefjast

mbl.is

Á þriðju­dag mun Jó­hanna ÁR fara frá Njarðvík­ur­höfn til veiða á hrefnu í fyrsta skipti. Verið er að mála bát­inn og gera klár­an fyr­ir tíma­bilið. Hrefnu­veiðimenn hafa fengið þrjú leyfi til veiða í sum­ar og kvót­inn er 100 hrefn­ur, að því er fram kem­ur á vef hrefnu­veiðimanna.

Veður út­lit er ágætt og ef allt geng­ur vel ætti fyrsta hrefnu­kjötið að vera komið í versl­an­ir fyr­ir næstu helgi, að því er seg­ir á vef hrefnu­veiðimanna.

Þann 18. fe­brú­ar sl. til­tók Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra í frétta­til­kynn­ingu og á blaðamanna­fundi varðandi hval­veiðimál, meðal ann­ars eft­ir­far­andi:

„Af­mörkuð verða svæði til hvala­skoðunar, þar sem með öllu verður óheim­ilt að stunda hval­veiðar. Þetta er gert á grund­velli laga og til þess að koma í veg fyr­ir árekstra milli þess­ara tveggja at­vinnu­greina.”

Í kjöl­farið fól ráðherra Haf­rann­sókn­ar­stofn­un að út­búa til­lög­ur að slík­um svæðum að und­an­gengnu sam­ráði við hags­munaaðila. Í lok mars bár­ust til­lög­ur Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og að fengn­um þess­um til­lög­um og at­huga­semd­um sem bár­ust skrifaði Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra  und­ir reglu­gerð í lok apríl þar sem tvö hvala­skoðun­ar­svæði eru af­mörkuð í Faxa­flóa og milli Trölla­skaga og Mánáreyja norður af Tjör­nesi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina