Mótmæla hvalveiðum í London

Uppblásinn hvalur verður með í för í mótmælunum.
Uppblásinn hvalur verður með í för í mótmælunum.

Um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök efna til mót­mæla gegn hval­veiðum fram­an við sendi­ráð Íslands í London í dag. Fram kem­ur í til­kynn­ingu að fólk sé að safn­ast sam­an með upp­blásna hrefnu í fullri stærð utan við sendi­ráðið og þar verði af­hent mót­mæli gegn hval­veiðum Íslend­inga.

Í til­kynn­ingu nátt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna er vísað til þess, að til standi að hefja hrefnu­veiðar sum­ars­ins í dag. Þá kem­ur einnig fram, að mik­ill meiri­hluti Breta, eða 82%, sé and­víg­ur hval­veiðum Íslend­inga sam­kvæmt nýrri könn­un. Þá séu nærri 2/​3 hlut­ar þátt­tak­enda í könn­un­inni reiðubún­ir til að sniðganga ís­lensk­ar vör­ur, svo sem fisk og rækj­ur, til að mót­mæla hval­veiðunum.  

„Þessi grimmi­lega slátrun hvala mun ekki hjálpa Íslandi út úr fjár­málakrepp­unni og ger­ir raun­ar illt verra," seg­ir  Andy Ottaway, talsmaður her­ferðar­inn­ar gegn hval­veiðum í til­kynn­ingu. „Ísland þarf á vin­um að halda og mun aðeins afla óvina með grimmúðlegri hvalaslátrun. Við hvetj­um ís­lensk stjórn­völd til að stöðva þetta strax." 

Að mót­mæl­un­um standa sam­tök­in En­vironmental In­vestigati­on Agency (EIA), In­ternati­onal Fund for Ani­mal Welfare (IFAW), Whale and Dolp­hin Conservati­on Society (WDCS) og World Society for the Protecti­on of Ani­mals (WSPA).

mbl.is

Bloggað um frétt­ina