Umhverfisverndarsinnar gagnrýna harðlega tillögu, sem Danir leggja fram á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins á Madeira í næstu viku um að Grænlendingar fái að veiða 50 hnúfubaka á fimm ára tímabili. Hnúfubakur hefur verið alfriðaður undanfarna áratugi.
Nicolas Entrup, talsmaður samtakanna The Whale and Dolphin Conservation Society, segir að Danir reyni nú með stuðningi Svía að byggja upp evrópskan stuðning við tillöguna á ársfundinum.
85 ríki eiga aðild að Alþjóðahvalveiðiráðinu. Á vegum þess hefur gilt bann við veiðum í atvinnuskyni frá árinu 1986.