Grænlendingar vilja veiða hnúfubaka

Hnúfubökum hefur fjölgað á ný við Ísland.
Hnúfubökum hefur fjölgað á ný við Ísland. mbl.is/Árni Torfason

Um­hverf­is­vernd­arsinn­ar gagn­rýna harðlega til­lögu, sem Dan­ir leggja fram á fundi Alþjóðahval­veiðiráðsins á Madeira í næstu viku um að Græn­lend­ing­ar fái að veiða 50 hnúfu­baka á fimm ára tíma­bili. Hnúfu­bak­ur hef­ur verið alfriðaður und­an­farna ára­tugi.

Nicolas Entrup, talsmaður sam­tak­anna The Whale and Dolp­hin Conservati­on Society, seg­ir að Dan­ir reyni nú með stuðningi Svía að byggja upp evr­ópsk­an stuðning við til­lög­una á árs­fund­in­um.

85 ríki eiga aðild að Alþjóðahval­veiðiráðinu. Á veg­um þess hef­ur gilt bann við veiðum í at­vinnu­skyni frá ár­inu 1986.  

mbl.is