Ástralar hóta Japönum lögsókn vegna hvalveiða

Nisshin Maru, móðurskip japanska hrefnuveiðiflotans.
Nisshin Maru, móðurskip japanska hrefnuveiðiflotans. Reuters

Áströlsk stjórn­völd hótuðu í gær Japön­um lög­sókn ef þeir hætta ekki um­deild­um vís­inda­veiðum á hval í Suður­höf­um. Stephen Smith, ut­an­rík­is­ráðherra Ástr­al­íu, sagði að máls­höfðun væri enn mögu­leg ef Jap­an­ir létu ekki und­an kröf­um um að hætta veiðunum.

„Ef menn meta það svo, að ekki verði hægt að kom­ast lengra eft­ir diplóma­tísk­um leiðum þá höld­um við opn­um þeim mögu­leika að höfða mál fyr­ir alþjóðleg­um dóm­stóli," sagði Smith við Sky frétta­stof­una.

Hann bætti við, að slíkt mál kynni að verða höfðað fyr­ir Alþjóðadóm­stóln­um eða Haf­rétt­ar­dóm­stóln­um.  

Jap­an­ar hafa veitt allt að 850 hrefn­ur ár­lega í vís­inda­skyni þrátt fyr­ir harða and­stöðu Ástr­ala og Ný­sjá­lend­inga sem telja enga þörf á að drepa hvali til að safna vís­inda­leg­um upp­lýs­ing­um um hátt­erni þeirra.   

mbl.is