Norskar hrefnuveiðar stöðvaðar

Hrefna dregin um borð í hrefnuveiðibát.
Hrefna dregin um borð í hrefnuveiðibát.

Norsku sjáv­ar­út­vegs­sam­tök­in Rå­fiskla­get til­kynnt í dag, að hrefnu­veiðar á veg­um sam­tak­anna yrðu stöðvaðar klukk­an 13 að ís­lensk­um tíma í dag. Ástæðan er vænt­an­lega birgðasöfn­un en sam­tök­un stöðvuðu einnig hrefnu­veiðar í júní í fyrra. 

Fram kem­ur í til­kynn­ingu Rå­fisklag, að þeir bát­ar sem eru með gilda sölu­samn­inga geti haldið áfram veiðum. Einnig gild­ir stöðunin ekki um báta þar sem út­gerðirn­ar sjá sjálf­ar um sölu og fram­leiðslu á afurðum. 

Ekki kem­ur fram hversu lengi veiðistoppið verður.  

Hrefnu­kvóti Norðmanna er 885 dýr sam­kvæmt ákvörðun norska sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins. Þar af má veiða 750 dýr meðfram norsku strönd­inni og við Sval­b­arða en 135 dýr ann­ars staðar í norskri land­helgi.

mbl.is