Norsku sjávarútvegssamtökin Råfisklaget tilkynnt í dag, að hrefnuveiðar á vegum samtakanna yrðu stöðvaðar klukkan 13 að íslenskum tíma í dag. Ástæðan er væntanlega birgðasöfnun en samtökun stöðvuðu einnig hrefnuveiðar í júní í fyrra.
Fram kemur í tilkynningu Råfisklag, að þeir bátar sem eru með gilda sölusamninga geti haldið áfram veiðum. Einnig gildir stöðunin ekki um báta þar sem útgerðirnar sjá sjálfar um sölu og framleiðslu á afurðum.
Ekki kemur fram hversu lengi veiðistoppið verður.
Hrefnukvóti Norðmanna er 885 dýr samkvæmt
ákvörðun norska sjávarútvegsráðuneytisins. Þar af má veiða 750 dýr
meðfram norsku ströndinni og við Svalbarða en 135 dýr annars staðar í
norskri landhelgi.