Hvalveiðunum er lokið í ár

Hvalur 9 á leið í land með langreyðar á síðunni.
Hvalur 9 á leið í land með langreyðar á síðunni. mbl.is/Rax

Hval­bát­arn­ir tveir komu til Hval­fjarðar í gær­morg­un með tvo hvali hvor og voru það síðustu hval­irn­ir á þess­ari vertíð. Alls veidd­ust 125 langreyðar á vertíðinni af þeim 150 hvala kvóta, sem Hval­ur hf. fékk út­hlutað.

Að sögn Kristjáns Lofts­son­ar, for­stjóra Hvals hf., er spáð brælu næstu daga og því var ákveðið að ljúka vertíðinni núna. Dag­inn er tekið að stytta mjög og því hefði ekki verið hægt að halda skip­un­um úti miklu leng­ur. Að sögn Kristjáns lýk­ur vertíðinni á svipuðum tíma nú og á öld­inni sem leið, áður en hval­veiðistoppið tók gildi.

Kristján Lofts­son er mjög ánægður með vertíðina og seg­ir að hún hafi gengið vel að öllu leyti, bæði veiðar og vinnsla.

Hval hf. er heim­ilt að flytja 20% kvót­ans yfir á næsta ár. Því er ljóst að 25 langreyðar verða veidd­ar á næsta ári. Hver hval­ur veg­ur að meðaltali 40 tonn svo að ljóst er að heil 1.000 tonn verða flutt milli ára.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina