Hverfandi líkur eru taldar á samkomulagi um hvalveiðar

Hvalur 9 siglir í átt að landi með tvær langreyðar …
Hvalur 9 siglir í átt að landi með tvær langreyðar á stjórnborðshliðinni. Rax / Ragnar Axelsson

„Ekk­ert miðaði í sam­komu­lags­átt á loka­fundi tólf ríkja hóps­ins og óhætt er að full­yrða að hval­veiðirík­in og ríki and­stæð hval­veiðum hafi fjar­lægst frem­ur en hitt.“

Þetta sagði Tóm­as H. Heiðar, aðal­full­trúi Íslands í Alþjóðahval­veiðiráðinu, í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær. „Ég tel nú hverf­andi lík­ur á sam­komu­lagi.“

Tólf ríkja hópnum var falið að finna málamiðlun innan Alþjóðahvalveiðiráðsins. Lokafundur hópsins var haldinn í Washington 11.-15. apríl og var formanni ráðsins, Cristian Maquieira frá Chile, og varaformanninum, Anthony Liverpool frá Antígva og Barbúda, falið að gera lokatilraun til að ná samkomulagi um texta áður en frestur til að skila tillögum fyrir næsta ársfund ráðsins í Agadir í Marokkó í júní næstkomandi rennur út eftir viku, hinn 22. apríl.

Sjá nán­ar ít­ar­lega frétt um þetta deilu­mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: