Hrefnuveiðar að hefjast

Dröfn RE að veiðum.
Dröfn RE að veiðum. mynd/strandir.is

Gert er ráð fyr­ir að hrefnu­veiðibát­ur­inn Dröfn RE haldi til veiða síðar í dag en bát­ur­inn fór út í gær til að prófa byss­ur og ann­an búnað. Fé­lag hrefnu­veiðimanna hef­ur keypt 100 tonna bát og er verið að búa hann til veiða. Gert er ráð fyr­ir að hann verði til­bú­inn í byrj­un maí.

Að sögn Gunn­ars Berg­manns Jóns­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Fé­lags hrefnu­veiðimanna, er einnig verið að und­ir­búa ís­firska bát­inn Hall­dór Sig­urðsson til veiða en reiknað er með að þegar nýi bát­ur­inn verður til­bú­inn verði hann aðallega notað. Um er að ræða 100 tonna bát, sem áður hét Val­ur ÍS.

Miðað er við að heim­ilt verði að veiða 200 dýr ár­lega en á síðasta ári veidd­ust 83 hrefn­ur. Gunn­ar seg­ir, að bú­ast megi við að nýtt hrefnu­kjöt verði komið í versl­an­ir á föstu­dag.   

mbl.is

Bloggað um frétt­ina