Tillögur Alþjóðahvalveiðiráðsins út í hött

Hvalveiðiskip Hvals hf. í Reykjavíkurhöfn.
Hvalveiðiskip Hvals hf. í Reykjavíkurhöfn.

Kristján Lofts­son, fram­kvæmda­stjóri Hvals, seg­ir að mála­miðlun­ar­til­lög­ur Alþjóðahval­veiðiráðsins komi ekki á óvart. „Þetta er kjafts­högg, það er ekki að spyrja að því, en þess­ar til­lög­ur skipta bara engu máli,“ seg­ir hann og bæt­ir við að þær verði aldrei samþykkt­ar á árs­fundi ráðsins.

Sam­kvæmt mála­miðlun­ar­til­lög­um Alþjóðahval­veiðiráðsins, sem kynnt­ar voru í fyrra­kvöld, er meðal ann­ars lagt til að vís­inda­hval­veiðar Jap­ana drag­ist sam­an um 75% á næstu fimm árum og að Íslend­ing­ar og Norðmenn fái að halda áfram at­vinnu­veiðum í að minnsta kosti ára­tug. Gert er ráð fyr­ir að Íslend­ing­ar megi veiða 80 langreyðar og 80 hrefn­ur ár­lega fram til árs­ins 2010.

Tóm­as H. Heiðar, aðal­full­trúi Íslands í Alþjóðahval­veiðiráðinu, hef­ur áréttað í sam­tali við Morg­un­blaðið að í all­an vet­ur hafi verið unnið að því að ná sam­komu­lagi sem fæli í sér aukna vernd­un hvala og bætta stjórn­un hval­veiða.

Jón Bjarna­son sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, vill ekki tjá sig um til­lög­urn­ar, sem voru kynnt­ar í fyrra­kvöld, fyrr en eft­ir helgi, en málið er til skoðunar í ráðuneyt­inu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina