Japanar hafna hvalveiðitillögu

Japanskt hvalveiðiskip.
Japanskt hvalveiðiskip. Reuters

Japönsk stjórn­völd hafa hafnað mála­miðlun­ar­til­lögu um hval­veiðar, sem formaður og vara­formaður Alþjóðahval­veiðiráðsins lögðu fram í síðustu viku. Í til­lög­unni er gert ráð fyr­ir að Jap­an­ar dragi veru­lega úr veiðum í Suður­höf­um en fái þess í stað at­vinnu­kvóta þar og í Kyrra­hafi.

„Jap­an­ar fagna til­lögu sem ger­ir ráð fyr­ir að við get­um haldið áfram strand­veiðum á hval," hef­ur ástr­alska sjón­varps­stöðin ABC eft­ir Hirotaka Akamatsu, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Jap­ans. 

„En Jap­an get­ur ekki fall­ist á niður­skurðinn á hval­veiðunum í Suður­höf­um... hann er of  mik­ill." 

Til­lag­an fel­ur í sér að hval­veiðar Jap­ana drag­ast sam­an um 75% á næstu 5 árum í Suður­höf­um en á móti fá þeir kvóta í Kyrra­hafi. Þá er gert ráð fyr­ir að Íslend­ing­ar og Norðmenn fái að halda áfram at­vinnu­veiðum í að minnsta kosti næstu 10 ár.

mbl.is