Hamla ekki veiðum í sumar

Frá hvalskurði í Hvalfirði.
Frá hvalskurði í Hvalfirði. mbl.is/Ómar

Sjáv­ar­út­vegs­ráðuneytið mun leggja til við sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­nefnd Alþing­is að fyr­ir­hugaðar laga­breyt­ing­ar á hval­veiðum stofni ekki vertíðinni næsta sum­ar í óvissu.

„Hugs­an­lega þarf að gera breyt­ing­ar á frum­varp­inu þannig að þeir sem veiða hval missi ekki leyfi sín á miðri vertíð, en á því á þó ekki að vera nein hætta ef menn eru nú þegar með sín mál í lagi,“ sagði Jó­hann Guðmunds­son, aðstoðarmaður sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, í gær.

„Eft­ir sem áður er gert ráð fyr­ir að sér­stakt veiðigjald verði inn­heimt í rík­is­sjóð og til að það verði heim­ilt þarf að samþykkja þessi lög og gefa út ný leyfi. Það er al­veg á hreinu að ef það væri ætl­un­in að banna hval­veiðar þá yrði það ekki gert á þenn­an hátt,“ sagði Jó­hann. Hann áréttaði að málið væri nú í meðför­um þings­ins.

Sjá nán­ar um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: