Hafa áhyggjur af hvalveiðimálum

Hvalveiðiskip Hvals hf. í Reykjavíkurhöfn.
Hvalveiðiskip Hvals hf. í Reykjavíkurhöfn.

Bæj­ar­stjórn Akra­ness  samþykkti í gær álykt­un þar sem lýst er mikl­um áhyggj­um  af þeirri stöðu sem upp sé kom­in vegna hval­veiðimála. Komið hafi fram, að for­ráðamenn Hvals hf. sjái öll tor­merki á að skipu­leggja veiðar og vinnslu í sum­ar vegna fram­kom­ins frum­varps um hval­veiðar sem ligg­ur fyr­ir Alþingi. 

Skor­ar bæj­ar­stjórn Akra­ness á Alþingi, í ljósi hinn­ar erfiðu stöðu í at­vinnu­mál­um,  að aft­ur­kalla strax frum­varp varðandi leyf­is­veit­ing­ar til hval­veiða.

„At­vinnu­ástand á Vest­ur­landi er grafal­var­legt og nái frum­varpið fram að ganga eru a.m.k. 150 störf í hættu. Það ástand sem þetta frum­varp skap­ar og hef­ur hef­ur haft á rekst­ur fyr­ir­tæk­is­ins  Hvals hf. er al­gjör­lega óviðun­andi. Þess ber að geta að mjög margt náms­fólk hef­ur fengið sum­ar­vinnu hjá Hval hf. auk hinna fjöl­mörgu verk­taka sem starfa hjá fyr­ir­tæk­inu við viðhaldsþjón­ustu og fleira allt árið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina