Formaður Alþjóðahvalveiðiráðsins mætir ekki

Stjórn­ar­formaður Alþjóðahval­veiðiráðsins, Christian Maquieira, mun ekki mæta á árs­fund ráðsins vegna veik­inda. Er þetta talið geta haft áhrif á fram­gang til­lögu sem hann kynnti í apríl um að heim­ila eigi hval­veiðar í at­vinnu­skyni með ákveðnum tak­mörk­un­um. 

Ef það verður samþykkt þýðir það enda­lok 25 ára gam­als banns við hval­veiðum í at­vinnu­skyni.

Maquieira lagði til að veiðar í at­vinnu­skyni yrðu heim­ilaðar í tíu ár. Talið er að Jap­an­ir, Norðmenn og Íslend­ing­ar veiði um tvö þúsund hvali ár hvert.

Fund­ur hval­veiðiráðsins verður hald­inn í Aga­dir í Mar­okkó og hefst hann í næstu viku. Í stað Maquieira mun aðstoðar­stjórn­ar­formaður ráðsins, Ant­hony Li­verpool, leggja til­lög­una form­lega fram en hann kom að gerð henn­ar.

Ekki hef­ur verið gefið upp hvaða veik­indi hrjá for­mann­inn sem er frá Chile.


mbl.is