„Hvalir eru eins og hver annar fiskur"

Kristján Lofts­son, for­stjóri Hvals, er meðal þeirra fjöl­mörgu sem eru stadd­ir í Aga­dir í Mar­okkó þar sem árs­fund­ur Alþjóða hval­veiðiráðsins stend­ur yfir. Hef­ur AFP frétta­stof­an eft­ir Kristjáni að hann sjái ekki mun­inn á hval­veiðum og öðrum fisk­veiðum. „Hval­ir eru eins og hver ann­ar fisk­ur".

Deilt hef­ur verið um það hvort heim­ila eigi hval­veiðar í at­vinnu­skyni á ný en Alþjóðahval­veiðiráðið bannaði slík­ar veiðar árið 1986. Íslend­ing­ar, Jap­an­ir og Norðmenn hafa hins veg­ar virt bannið að vett­ugi.

Viðræður um til­lögu sem all­ir gætu sætt sig við runnu hins veg­ar út í sand­inn í gær. Seg­ir Kristján að það skipti litlu. „Þetta er allt tíma- og pen­inga­sóun," sagði Kristján við frétta­mann AFP í Mar­okkó. „Umræðan hér snýst um að auka at­vinnu­leysi." 

Vís­ar hann til smæðar Íslands og að áhrif­in af banni við hval­veiðum í at­vinnu­skyni á Íslandi hefði svipuð áhrif og á að 15 þúsund Banda­ríkja­menn myndu missa vinn­una.

„Banda­rík­in eru verst og Evr­ópu­sam­bandið," sagði Kristján og gerði frétta­mönn­um ljóst að hann vonaðist til þess að Ísland myndi ekki ganga í Evr­ópu­sam­bandið. Hann bend­ir á að þeir sem hafi hæst í vernd­ar­mál­um hvala hafi drepið 64 þúsund steypireyðar á ár­un­um 1933-1966 og 105 þúsund langreyðar í Suður­höf­um. Þeir þjá­ist af sekt­ar­kennd.

Aðspurður segist Kristján ekki trúa þeim kenningum sem uppi eru um tengsl manna og ýmissa hvalategunda. „Ég trúi því ekki. Ef þeir eru svona vel gefnir hvers vegna halda þeir sig ekki fjarri landhelgi Íslands."

Hann bend­ir á að ef langreyðar fengju að fjölga sér óhindrað við Íslands­strend­ur þá hefði það slæm áhrif á aðrar fiski­teg­und­ir þar sem þær myndu keppa um fæði við aðra. Kristján viður­kenn­ir að hann myndi hins veg­ar aldrei keppa að því að veiða þá síðustu, það ef teg­und­in væri í út­rým­ing­ar­hættu. 

Farið er yfir fer­il Kristjáns í viðtali við AFP, að hann hafi hafið störf á hval­veiðiskipi föður síns árið 1956, þrett­án ára að aldri. Í 100 daga hafi hann verið á hval­veiðum það sum­ar.  Þetta hafi verið gott sum­arstarf og sé það enn.


Kristján Loftsson, forstjóri Hvals
Kristján Lofts­son, for­stjóri Hvals mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina