Heimdallur fagnar hvalveiðum

Fyrstu hvalir þessarar vertíðar voru dregnir á land í Hvalstöðinni …
Fyrstu hvalir þessarar vertíðar voru dregnir á land í Hvalstöðinni í Hvalfirði í vikunni mbl.is/Ómar Óskarsson

  Heimdall­ur, fé­lag ungra sjálf­stæðismanna í Reykja­vík, tel­ur það fagnaðarefni að hval­veiðar séu hafn­ar á þessu ári. Þetta kem­ur fram í álykt­un sem stjórn fé­lags­ins hef­ur sent frá sér til fjöl­miðla.

„Veiðarn­ar skapa vinnu fyr­ir marga og eiga full­an rétt á sér, enda eru þær sjálf­bær­ar og ganga ekki nærri hvala­stofn­in­um. Eng­in vís­inda­leg rök mæla gegn veiðunum.

Sú gagn­rýni sem sett er fram af Green­peace og annarra and­stæðinga hval­veiða, um að þær séu nei­kvæðar fyr­ir ímynd lands­ins, á ekki við rök að styðjast. Hval­veiðar, ým­ist í vís­inda- eða at­vinnu­skyni, hafa farið fram við Ísland frá ár­inu 2003 og hef­ur straum­ur ferðamanna til lands­ins vaxið jafnt og þétt á þess­um tíma, þótt hann hafi minnkað í ár af öðrum ástæðum. Því er brýnt að stjórn­völd tali út á við fyr­ir skyn­sam­leg­um veiðum en láti ekki rök­semd­ir, sem ekki stand­ast skoðun, hrekja sig af leið," seg­ir enn­frem­ur í álykt­un­inni.

mbl.is