Hvalveiðibáturinn Hrafnreyður KÓ kom inn með þrjú dýr í morgun og landaði við Kópavogshöfn. Dýrin voru allt tarfar, um átta metrar að lengd hvert þeirra. Á vef hrefnuveiðimanna kemur fram að þann 29. júní hafi Hrafnreyður verið komin með þrjátíu hrefnur á land.
Kjötið er komið í kjötvinnslu Hrefnuveiðimanna og verður dreift í verslanir og veitingahús fyrir helgi.