Yfir 30 hrefnur á land

Hrefna á dekkinu.
Hrefna á dekkinu.

Hval­veiðibát­ur­inn Hrafn­reyður KÓ kom inn með þrjú dýr í morg­un og landaði við Kópa­vogs­höfn. Dýr­in voru allt tarfar, um átta metr­ar að lengd hvert þeirra. Á vef hrefnu­veiðimanna kem­ur fram að þann 29. júní hafi Hrafn­reyður verið kom­in með þrjá­tíu hrefn­ur á land.

Kjötið er komið í kjötvinnslu Hrefnu­veiðimanna og verður dreift í versl­an­ir og veit­inga­hús fyr­ir helgi.

mbl.is