Heimili fyrir utangarðskonur verður opnað á næstu vikum, samkvæmt bókun velferðarráðs Reykjavíkur í gær.
Þar segir að samráðshópur um málefni utangarðsfólks hafi leitt stefnumótandi umræðu um málaflokkinn og hafi vel tekist til.
Þá samþykkti velferðarráð í gær að gerð verði úttekt á því hvernig til hefur tekist með búsetu fólks í smáhýsum á Granda og þá þjónustu sem þar hefur verið veitt.
Undanfarið hefur töluverður órói verið í kringum smáhýsin og umræða um þau skapaðist við fráfall gestkomandi konu þar í síðustu viku, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.