Sænska söngkonan Robyn mun troða upp í Listasafni Reykjavíkur laugardagskvöldið 16. október en hún er eitt stærsta nafnið á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves í ár. Dagskrá hátíðarinnar hefur nú verið birt á heimasíðu hennar.
Alls munu 250 hljómsveitir stíga á stokk þá fimm daga sem hátíðin stendur. Þar af eru 72 erlendar sveitir sem munu leika en helstar þeirra má nefna Robyn, Bombay Bicycle Club, Moderat og Hercules and Love Affair.
Auk þeirra munu íslenskar hljómsveitir eins og Hjaltalín, Apparat Organ Quartet, Dikta og FM Belfast troða upp.
Hátíðin stendur yfir dagana 13.-17. október.
Hér má nálgast dagskrá hátíðarinnar.