„Brandur Enni reyndi við kærustuna mína“

Pætur bað Brand Enna vinsamlegast um að hætta að reyna …
Pætur bað Brand Enna vinsamlegast um að hætta að reyna við kærustuna sína.

Hinn færeyski Pætur Zachariasson, söngvari hljómsveitarinnar Zach & Foes, er að spila með hljómsveitinni á Iceland Airwaves. Hljómsveitin spilar á sínum fyrstu tónleikum í kvöld en Pætur var lengi söngvari í hinni kunnu hljómsveit Boys In A Band.

Í viðtali við Monitor segist hann kunna mjög vel við sig á Íslandi. „Ég hef fengið mjög hlýjar móttökur hjá Íslendingum enda þykir þeim held ég vænt um Færeyinga,“ segir Pætur en hann flutti til Íslands fyrir rúmu ári síðan frá Færeyjum. Hann segir færeyska tónlistarlífið þó mjög skemmtilegt en tækifærin fleiri hér á landi. „Á Íslandi er samt miklu meira að gerast einhvern veginn.“

Aðspurður sagðist Pætur kannast vel við færeysku barnastjörnuna Brand Enni. „Ég þekki hann reyndar ágætlega og í sumar var hann að reyna við kærustuna mína,“ segir Pætur en ber þó engan kala til söngvarans. „Hann er samt mjög fínn gaur.“

Sjáðu Zach & Foes á Iceland Airwaves:

Fimmtudagur kl. 15:30 í Sjoppunni.

Föstudagur kl. 00:10 á Amsterdam.

Meira í Monitor. Blaðið má lesa í rafrænni útgáfu hér.

mbl.is