„Það verður meira fútt í þessu núna,“ segir Högni Egilsson úr hljómsveitinni Hjaltalín sem er að spila á Iceland Airwaves núna um helgina.
Hjaltalín hélt eftirminnilega tónleika í Fríkirkjunni á hátíðinni í fyrra en annað verður uppi á teningnum hjá þeim í ár. „Við ætlum líka að frumflytja ný lög svo þetta verður mjög skemmtilegt,“ segir Högni en síðasta plata sveitarinnar, Terminal, kom út á síðasta ári og fékk mjög góðar viðtökur.
Sjáðu Hjaltalín spila á Iceland Airwaves:
Föstudagur kl. 22:30 á Nasa.
Laugardagur kl. 19:30 á Kaffibarnum.
Meira í Monitor. Blaðið má lesa í rafrænni útgáfu hér.