Ánægður með Airwaves

Dikta lék á Airwaves í gærkvöld.
Dikta lék á Airwaves í gærkvöld. mbl.is/Ernir

Grímur Atlason, skipuleggjandi Iceland Airwaves, segir hátíðina hafa gengið mjög vel en eitt umfangsmesta kvöld hátíðarinnar er í kvöld. „Þetta hefur gengið alveg frábærlega. Ég er mjög ánægður með framkvæmdina. Starfsfólkið, samstarfið við kostunaraðila, listamenn og aðra aðila, þetta hefur allt verið frábært,“ segir Grímur.

Miðborgin hefur iðað af lífi síðustu daga enda margt fólk á hátíðinni og margt að gerast á helstu stöðum borgarinnar.  „Það eru fimm þúsund manns á hátíðinni, með öllum. Við gætum verið með miklu fleiri en við höfum ekki nógu marga staði til að setja allt þetta fólk inn á,“ segir Grímur og hlær.

Búast má við margmenni í miðborg Reykjavíkur í kvöld og nótt enda stíga margir frægir tónlistarmenn á svið á tónleikahátíðinni í kvöld.

mbl.is