Hápunktur Airwaves í ár voru glæsilegir tónleikar í Listasafninu á laugardagskvöld þar sem Bombay Bicycle Club og Robyn komu fram. Monitor tók púlsinn á fólkinu í röðinni fyrir utan, sem var með eindæmum löng, og hitti meðal annars hressan náunga frá Hong Kong sem vonaðist til að hitta söngkonuna Robyn.