Notendur samskiptasíðna fá engu ráðið

Birgitta Jónsdóttir þingmaður Hreyfingarinnar.
Birgitta Jónsdóttir þingmaður Hreyfingarinnar. mbl.is/Ómar

Lögmenn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Hreyfingarinnar, undirbúa nú áfrýjun í kjölfar dóms í svonefndu Twitter-máli sem féll síðasta föstudag.

Samkvæmt niðurstöðu dómstóls í Virginíuríki í Bandaríkjunum ber forsvarsmönnum samskiptavefjarins Twitter að afhenda yfirvöldum upplýsingar um Twitter-notkun Birgittu auk tveggja annarra Twitter-notenda í tengslum við rannsókn á WikiLeaks.

„Samkvæmt dómnum hefur enginn notandi samskiptasíðna í raun rétt til að krefjast þess að upplýsingar hans séu ekki afhentar,“ segir Birgitta í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Fólk samþykki ýmiss konar skilmála með því að skrá sig inn á samskiptasíður á borð við Facebook og Twitter. Fæstir geri sér fyllilega grein fyrir hvaða afleiðingar það geti haft.

„Umræddar upplýsingar eru margs konar bakgrunnsupplýsingar svo sem ip-tala, símanúmer, tölvupóstur, kreditkortaupplýsingar og fleira,“ segir Birgitta.

„Í sjálfu sér hef ég ekkert að fela en þetta er fyrst og fremst prinsippmál og ég mun taka slaginn alveg til enda,“ segir Birgitta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: