Karlmaður fannst látinn í Reykjavík í gærmorgun. Maðurinn var um fertugt og benda bráðabirgðaniðurstöður krufningar til þess að hann hafi látist úr ofkælingu.
Vefurinn dv.is greindi frá þessu í kvöld. Maðurinn fannst skammt frá gámaíbúðum Reykjavíkurborgar úti á Granda sem eru athvarf heimilislausra. Dv.is hefur það eftir ættingja mannsins að hann hafi átt við áfengissýki að stríða.
Frétt dv.is.