Bretar banna sölu aftökulyfja til Bandaríkjanna

Vince Cable, viðskiptaráðherra Bretlands.
Vince Cable, viðskiptaráðherra Bretlands. Reuters

Bretar hyggjast banna sölu þriggja lyfja sem notuð eru við dauðarefsingar til Bandaríkjanna. Viðskiptaráðherra landsins lýsti þessu yfir í dag. Hvetur hann til að Evrópulönd setji bann á sölu lyfjanna til Bandaríkjanna.d.

„Við erum mótfallin dauðarefsingunni undir öllum kringumstæðum og við erum skýr í þeirri afstöðu að bresk lyf verið ekki notuð í banvænar sprautur,“ sagði Vince Cable, viðskiptaráðherra. Breska blaðið The Guardian segir frá þessu á vefsíðu sinni.

Ráðherrann grípur til þessara aðgerða eftir að í ljós kom við rannsókn þingnefndar að það magn sem bresk lyfjaheildsalar hefðu selt til Bandaríkjanna frá því síðasta sumar væri nægilegt til að taka hundrað fanga á dauðadeild af lífi.

mbl.is