Ríkisstjórnin ekki staðið við gefin loforð

Margar hendur koma að því að vinna aflann í landi …
Margar hendur koma að því að vinna aflann í landi en stór hluti hans er hins vegar unninn í frystitogurunum úti á sjó.

„Rík­is­stjórn­in hef­ur með þessu ekki staðið við þau lof­orð sem hún gaf í tengsl­um við kjara­samn­inga um að við mynd­um hafa traust­an rekstr­ar­grund­völl,“ seg­ir formaður Lands­sam­bands ís­lenskra út­vegs­manna, Ad­olf Guðmunds­son.

Í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Ad­olf auk þessa sé margt mjög óljóst í kvótafrum­vörp­um Jóns Bjarna­son­ar sjáv­ar­út­vegs­ráðherra.

„Þetta er hryll­ing­ur, það er t.d. ekki ský­laus end­ur­nýj­un­ar­rétt­ur, menn hafa bara 15 ár og eru ekk­ert ör­ugg­ir með fram­haldið,“ sagði Ad­olf. „Við vilj­um lengri nýt­ing­ar­tíma og ský­laus­an rétt til end­ur­nýj­un­ar. Hann er mjög óljós, við höf­um bara rétt til viðræðna. Við vit­um ekk­ert hvað það þýðir.

Þarna er líka bann við framsali á afla­hlut­deild sem er mjög stórt mál. Menn vita þá ekki hvort þeir geta selt fé­lög­in sín eða hluta­bréf­in, hvort þeir geta sam­ein­ast. Þetta eru það mik­il inn­grip að þetta er bara þjóðnýt­ing og eigna­upp­taka.“

Gert er ráð fyrir að heildargreiðslurnar fyrir kvóta geti farið í 5,6 milljarða króna haustið 2012. Adolf segir að þessar hækkanir þrengi einnig að fyrirtækjunum. Á fundi í sjávarútvegsráðuneytinu í gær hafi ekkert komið fram um það hver hugsanleg efnahagsáhrif breytinganna gætu orðið.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina