Líf of fjör var á árlegri tískusýningu Hjálpræðishersins sem fór fram á Austurvelli í dag. Sýningin var til styrktar dagsetri sem Hjálpræðisherinn rekur fyrir heimilislausa á Eyjaslóð.
Margir þjóðþekktir einstaklingar tóku þátt en sjálfur borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, var þar fremstur meðal jafningja. Á annað hundrað gesta fylgdust með sýningunni sem þótti heppnast mjög vel.
Nú stendur yfir stórmarkaður á vegum Hjálpræðishersins í Kirkjustræti 2 til styrktar þessa sama málefnis.