„Hún er friðarspillir í þessu máli“

Jón Gunnarsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Bjarni Benediktsson, þingmenn Sjálfstæðisflokks.
Jón Gunnarsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Bjarni Benediktsson, þingmenn Sjálfstæðisflokks. mbl.is / Heiðar Kristjánsson

 „Það hef­ur verið og er sáttatónn í mörg­um stjórn­arþing­mönn­um út af þessu máli. Það er greini­lega vilji til þess að skoða málið bet­ur og gera sér grein fyr­ir al­var­leika þeirra nei­kvæðu um­sagna sem liggja fyr­ir. En for­sæt­is­ráðherra er greini­lega ekki til­bú­inn til þess að hlusta á það,“ seg­ir Jón Gunn­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins sem sæti á í sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­nefnd Alþing­is, aðspurður um þrýst­ing rík­is­stjórn­ar­inn­ar á að litla frum­varpið um breyt­ing­ar á stjórn fisk­veiða verði keyrt í gegn.

Jón seg­ir að það sé vilji til sátta í mál­inu sem hafi til dæm­is end­ur­spegl­ast í vinnu og niður­stöðu sátta­nefnd­ar­inn­ar svo­kallaðrar um sjáv­ar­út­vegs­mál sem starfaði fyrr á þessu ári. „En sú sem vill ekki frið í þessu máli er Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra. Það er ekki hægt að meta það öðru­vísi en að hún telji sig hafa póli­tíska hags­muni af því að hafa þetta mál í ófriði. Hún er friðarspill­ir í þessu máli.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina