Inga Lára fer örlítið aðra leið

Inga Lára Ingadóttir.
Inga Lára Ingadóttir. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Þorbjörg Hafsteinsdóttir setti Ingu Láru Ingadóttur á svolítið öðruvísi mataræði en hinar vegna þess að hún léttist örlítið fyrstu vikurnar í átakinu og mátti alls ekki við því. 

Prógrammið, 10 árum yngri á 10 vikum, snýst ekki eingöngu um megrun heldur að láta sér líða betur með bættu mataræði, fá fallegri ljóma í húðina og betri meltingu. Á bloggsíðu sinni segir Inga Lára frá því að hún hafi lést töluvert á síðasta ári vegna streitu. Hana langaði til að ná tökum á streytunni og ákvað þess vegna að skrá sig í átakið. 

„Það sem óneitanlega gerist þegar við gerum róttækar jákvæðar breytingar á mataræði er að við grennumst. Hjá því verður ekki komist! Þegar verkefnið fór af stað var ég í lægri kantinum í þyngd sem hafði komið til vegna mikillar streitu. Það er því mitt prógram að byggja upp vöðva og næra mig rétt til að koma líkamsstarfsseminni í eðlilegt horf. Það sem gerðist hjá mér á fyrstu vikunum var að ég fór að léttast, mátti alls ekki við því. Þorbjörg ákvað því eftir þrjár vikur að ég skyldi haga mínum matarvenjum aðeins öðruvísi en hinar konurnar. Hún mælti með því að ég borðaði meira af kolvetnum og dýrafitu. Myndi láta af öllum hamagangi í ræktinni, eins og hún orðaði það "ekkert cardio (brennsla), bara vöðvaboost"," segir Inga Lára á bloggi sínu. 

Í gær byrjuðu stelpurnar að detoxa. Þorbjörg ráðlagði Ingu Láru að drekka safana en borða mat með. 

HÉR er hægt að lesa blogg Ingu Láru. 

mbl.is