Fundi Alþingis hefur ítrekað verið frestað nú eftir hádegið. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis hefur hvað eftir annað stigið í pontu og lýst fundarfrestun.
Fundur átti að hefjast nú síðast klukkan 16.15 en var frestað til klukkan 16.30. Ástæðan mun m.a. vera mikið ósætti um „litla kvótafrumvarpið“ sem svo er nefnt. Til stóð að fresta fundum Alþingis í dag.