Geta nokkuð vel við unað

Smábátar í höfninni á Flateyri.
Smábátar í höfninni á Flateyri. mbl.is/Ómar

„Miðað við stöðuna eins og hún var í upp­hafi held ég að menn geti nokkuð vel við unað,“ sagði Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, um „minna kvótafrum­varpið“ sem var samþykkt í gær.

Smá­báta­eig­end­ur  fengu þó ekki fram nærri all­ar breyt­ing­ar á fisk­veiðistjórn­inni sem þeir lögðu til, að sögn Arn­ar. Þeir hefðu líka viljað sá sum­ar grein­ar fara óbreytt­ar í gegn sem breytt­ust í meðför­um þings­ins.

Hann sagði smá­báta­eig­end­ur óánægða með að all­ir út­gerðarflokk­ar leggi ekki all­ir jafnt af mörk­um til fé­lags­legra aðgerða frá upp­hafi, það er til byggðakvóta, línuíviln­un­ar og strand­veiða. Þannig hafi verið lagt af stað með frum­varpið. 

Örn sagði að all­ir hags­munaaðilar hafi verið sam­mála þess­ari fram­setn­ingu og kvaðst hann vera hissa á að sú skyldi ekki verða niðurstaðan. „Upp­sjáv­ar­skip­in koma inn á fjór­um árum með fjórðungs­hlut í bót­um á móti fullu hjá hinum,“ sagði Örn.

Hann sagði meira en 90% af afla smá­báta sam­an­standa af ýsu, þorski, ufsa og stein­bít. Örn sagði að miðað við til­lög­ur Haf­rann­sókna­stofn­un­ar sé fyr­ir­sjá­an­leg­ur mik­ill niður­skurður bæði í ýsu og stein­bít. Þá sé eft­ir að sjá hvernig aukn­ing í þorski á næsta ári skil­ar sér.

Örn sagði smá­báta­menn sátta við aukn­ingu um þorsk til strand­veiða upp á 1.900 tonn, sam­kvæmt nýju lög­un­um. Örn sagði að smá­báta­eig­end­ur hefðu viljað láta gera þá breyt­ingu á strand­veiðikerf­inu að menn gætu sagt sig úr því um hver mánaðamót. Það fékkst ekki í gegn.

Nú eru menn bundn­ir við að stunda strand­veiðar yfir allt tíma­bilið sem þær standa. Örn sagði marga báta vera með króka­afla­mark og eiga kvóta. Þeir hefðu kosið að vera á strand­veiðum í maí og júní og getað þá sagt sig úr strand­veiðum til að geta veitt sinn kvóta í júlí og ág­úst. 

Smá­báta­eig­end­ur fengu það held­ur ekki í gegn að strand­veiðiafli sé mæld­ur í þorskí­gild­um (þíg) en ekki ein­ung­is þorski. Nú mega menn vera með 650 kg af þorski. Ef miðað væri við þíg gætu menn verið með meira af öðrum teg­und­um en afl­inn er aðallega þorsk­ur og ufsi.

Þá vilja smá­báta­menn að ufsa­veiðar á hand­færi séu frjáls­ar yfir sum­arið, en fór ekki held­ur í gegn.

Örn sagði að komið hafi verið til móts við Stakka­vík ehf. sem var yfir há­marki þess sem eiga má í hlut­deild í króka­afla­marks­kerf­inu. Þar er há­markið sem hver má eiga 4% í þorski, 5% í ýsu og 5% í þíg. Fyr­ir­tækið var yfir þess­um mörk­um þegar regl­urn­ar voru sett­ar. 

Gildis­töku þessa ákvæðis var frestað. Örn sagði að eft­ir banka­hrun hafi ekki verið heil­brigður markaður með hlut­deild­ir. Það hefði haft al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir fyr­ir­tækið ef þetta atriði hefði verið keyrt í gegn, en gildis­töku ákvæðis­ins var frestað til 1. sept­em­ber 2012.

Lögð var til 70% hækk­un á veiðigjaldi en hún verður 40% og taldi Örn það já­kvætt. 

Þá sagði Örn að smá­báta­menn hafi viljað breyta byggðakvóta í byggðaí­viln­un. Hún myndi virka þannig að þegar menn landi afla til vinnslu á staðnum geti sveit­ar­fé­lagið ákveðið að leggja ákveðið hlut­fall á móti kvóta báts­ins. 

Ef sveit­ar­fé­lag ákveði 20% íviln­un og bát­ur landaði 5 tonn­um myndu 4 tonn drag­ast frá kvóta báts­ins en 1 tonn frá kvóta sveit­ar­fé­lags­ins. Með þessu verði komið í veg fyr­ir allt brask með byggðakvót­ann. Örn sagði að þetta hafi ekki feng­ist í gegn. 

Örn sagði að smá­báta­menn vilji að framsalið sé al­veg frjálst en ekki heft. Hins veg­ar verði tek­in upp skatt­lagn­ing á þá sem láti meira frá sér en þeir kaupa til sín. 

Örn Pálsson.
Örn Páls­son.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina