„Frestur er á illu bestur“

Alþingi samþykkti á laug­ar­dags­kvöld hið svo­nefnda minna frum­varp um fisk­veiðistjórn­un og miðað við óbreytt­ar for­send­ur hækk­ar veiðigjald út­gerðar­inn­ar um einn millj­arð á næsta fisk­veiðiári. Stóra frum­varp­inu var frestað.

„Frest­ur er á illu best­ur og skyn­sam­leg­ast hefði verið að fresta báðum frum­vörp­un­um. Við verðum að vona að nú sýni menn skyn­semi og vandi meira til verka,“ seg­ir Vil­mund­ur Jós­efs­son, formaður SA.

Aðspurður seg­ir hann einnig að breyt­ing­ar sem gerðar voru á minna frum­varp­inu auki lík­ur á því að sam­tök­in staðfesti kjara­samn­inga 22. júní. Ad­olf Guðmunds­son, formaður LÍÚ, seg­ir að fresta hefði átt báðum frum­vörp­um. „Við erum ekk­ert sátt við þetta. Vinnu­brögðin sem höfð voru uppi eru al­gjör­lega ótæk. Þingið logaði í deil­um og það hefði þurft að vísa mál­inu til frek­ari vinnslu.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: