Staða sumra útgerða yrði „miklu lakari“

Þórólfur telur fyrirséð að afskrifa þurfi skuldir sumra útgerða.
Þórólfur telur fyrirséð að afskrifa þurfi skuldir sumra útgerða. mbl.is/ÞÖK

„Áhrif frum­varps­ins á fjár­hag ein­stakra út­gerða fer mjög eft­ir skulda­stöðu þeirra,“ skrif­ar Þórólf­ur Matth­ías­son, pró­fess­or í hag­fræði við Há­skóla Íslands, í um­sögn um stóra kvótafrum­varpið, sem dregið var til baka.

„Mjög skuld­sett­ar út­gerðir munu finna til þess að fjár­mála­fyr­ir­tæki munu meta veðstöðu þeirra miklu lak­ari eft­ir samþykkt frum­varps­ins en fyr­ir, m.a. vegna tak­mark­ana á líf­tíma nýt­ing­ar­heim­ild­anna og vegna ákvæða um að skil­yrði fyr­ir út­hlut­un nýt­ing­ar­heim­ilda sé góð fjár­hags­leg staða viðkom­andi út­gerðar,“ skrif­ar Þórólf­ur og full­yrðir að þess­ar út­gerðir muni „þurfa á fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu að halda“.

Þórólf­ur vík­ur und­ir lok um­sagn­ar sinn­ar að „yf­ir­burðastöðu“ hefðbund­inna út­flutn­ings­greina „á borð við fisk­vinnslu gagn­vart öðrum at­vinnu­grein­um þegar kem­ur að rekstr­ar­skil­yrðum“. „Ljóst er að aðrar at­vinnu­grein­ar munu ekki geta jafnað launa­kjör gagn­vart veiðum og vinnslu nema með því að hækka tekj­ur. Það er því raun­veru­leg hætta á að það ójafn­vægi sem er í rekstr­ar­skil­yrðum at­vinnu­greina muni, þegar fram í sæk­ir, verða til þess að launaliður kjara­samn­inga verði inni­stæðulít­ill og að fyr­ir­tæk­in neyðist til verðhækk­ana,“ skrif­ar Þórólf­ur og var­ar við aukn­um vald­heim­ild­um til handa sjáv­ar­út­vegs­ráðherra.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: