Arðsemi í öndvegi

OECD hvetur til að kvótakerfinu verði ekki breytt í grundvallaratriðum.
OECD hvetur til að kvótakerfinu verði ekki breytt í grundvallaratriðum. mbl.is

Skýrsla Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­inn­ar, OECD, um Ísland staðfest­ir mik­il­vægi þess að arðsemi ís­lensks sjáv­ar­út­vegs sé sett í önd­vegi, að mati Árna Páls Árna­son­ar, efna­hags- og viðskiptaráðherra.

Í henni er lagt til að kvóta­kerf­inu verði ekki breytt í grund­vall­ar­atriðum, því slík­ar breyt­ing­ar stefni arðsemi og hag­kvæmni kerf­is­ins í hættu. Hins veg­ar sé hægt að fara þá leið að hækka auðlinda­gjald til að slá á gagn­rýni á kerfið.

„Við þurf­um að tryggja með öðrum hætti að grein­in skili til sam­fé­lags­ins eðli­leg­um arði í formi gjalda. Aðaláhersl­an verður að vera á arðsem­ina. Við vilj­um öll tryggja eign­ar­hald þjóðar­inn­ar á auðlind­inni, en við verðum að setja okk­ur raun­hæf mark­mið í því efni til að tapa ekki arðsem­inni. Ef við töp­um henni töp­um við öll,“ seg­ir Árni.

Formaður LÍÚ, Adolf Guðmundsson, segist mjög ánægður með það sem fram kemur í skýrslu OECD. „Við erum mjög ánægðir að fá þarna aðra staðfestingu á að það sem við höfum haldið fram sé rétt. Bæði hagfræðiskýrslan og nú skýrsla OECD staðfesta okkar rök og röksemdafærslu í málinu.“
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina