Samþykkt að gera úttekt á áhrifum kvótakerfisins

Samfélagsleg og hagræn áhrif fiskveiðistjórnunarkerfisins verða könnuð.
Samfélagsleg og hagræn áhrif fiskveiðistjórnunarkerfisins verða könnuð. mbl.is/Árni Sæberg

„Við fór­um bara yfir þessa skýrslu með hag­fræðing­un­um og þeir voru spurðir spjör­un­um úr eins og sagt er,“ seg­ir Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir, formaður sjáv­ar­út­vegs­nefnd­ar Alþing­is og þingmaður vinstri grænna.

Nefnd­in fundaði í gær að ósk full­trúa sjálf­stæðismanna og fram­sókn­ar­manna um grein­ar­gerð sér­fræðinga­hóps sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­is­ins sem birt var á dög­un­um um hagræn áhrif frum­varps til nýrra laga um stjórn fisk­veiða, en í henni kem­ur fram hörð gagn­rýni á frum­varpið.

Á fundi nefnd­ar­inn­ar var samþykkt sam­hljóða til­laga Lilju og Ólínu Þor­varðardótt­ur, þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og vara­for­manns nefnd­ar­inn­ar, um að óskað yrði eft­ir því við sjáv­ar­út­vegs­ráðuneytið að gerð yrði út­tekt á sam­fé­lags­leg­um og hagræn­um áhrif­um nú­ver­andi fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­is á íbúa og byggðaþróun á Íslandi auk annarra sam­fé­lags­legra þátta eins og at­vinnu­ör­ygg­is, jafn­ræðis- og mann­rétt­inda­sjón­ar­miða.

Aðspurð seg­ir Lilja að til­lag­an sé ekki hugsuð til höfuðs grein­ar­gerð sér­fræðinga­hóps­ins held­ur sé um að ræða þætti sem æski­legt sé að tekn­ir verði sam­an í tengsl­um við umræðuna um breytt fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfi.


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: